Ljósmyndastofa Oddgeirs

Oddgeir Karlsson fékk sveinspróf í ljósmyndum 1993 eftir að hafa lokið prófi í ljósmyndun frá Art Institute of Ft. Lauderdale, USA. Árið 2000 lauk hann meistaraprófi í ljósmyndun. Oddgeir hefur haldið nokkrar einkasýningar og samsýningar í gegnum árin ásamt því að gefa út ljósmyndabók sem innihélt myndir af Reykjanesi.